Forsíða Prenta Veftré Leita

Verkefni elstu barna
Elsti árgangur leikskólans er í svokölluðum elstu barna verkefnum síðasta veturinn sem þau eru í leikskólanum.  Unnið er að þessum verkefnum kl. 12.30 fjóra daga vikunnar.  Verkefnin hefjast í september og líkur í maí með útskriftarferð og útskriftarhátíð.
Misjafnt er hversu hóparnir eru margir en það fer eftir stærð árgangsins hverju sinni.  Lögð er áhersla á að efla allar greindirnar í gegnum leik og starf. 

Sérstök áhersla er lögð á að efla málgreind, rök- og stærðfræðigreind og samskipta og sjálfsþekkingargreind.  Er það gert með margvíslegu námsefni eins og Ótrúleg eru ævintýrin sem eru vísur og sögur til málörvunar og námsefninu Stig af stigi sem þjálfar tilfinninga og félagsþorska (samskipta- og sjálfsþekkingargreind).
Holtaskóli er heimaskóli Hjallatúns og er gerð samstarfsáætlun milli þessara tveggja skóla fyrir hvert skólaár.  Þessi áætlun felur í sér gagnkvæmar heimsóknir milli elstu barna Hjallatúns og 1. bekk í Holtaskóla. Þau börn sem fara í aðra skóla en Holtaskóla heimsækja þá skóla einu sinni vorið áður  en þau byrja í skólanum.


Markmið með elstu barna verkefnum er:
Að styrkja sjálfsmynd og sjálfstraust barnsins.
Að styrkja tilfinninga- og félagsþroska.
Að styrkja sjálfstæð vinnubrögð.
Að búa barnið undir að flytjast á næsta skólastig.
Að barnið upplifi grunnskólann sem eðlilegt framhald leikskólans.


Kennsluefni sem stuðst er við:
Ótrúleg eru ævintýrin, sögur og vísur til málörvunar.
Markviss málörvun, þjálfun hljóðkerfisvitundar.
Stig af stigi – námsefni til að styrkja tilfinninga og félagsþroska.
Ljáðu mér eyra, undirbúningur fyrir lestrarnám.
Ýmis hjálpargögn t.d.  lestrarteppið í tengslum við námsefnið Ótrúleg eru ævintýrin,  verkefnabækurnar Svona geri ég Geitungurinn, rímmyndir, bókstafir, tölur og form o.fl.


Vorið áður en að börnin byrja í grunnskóla eru foreldrar elstu barnanna beðnir um að undirrita yfirlýsingu þar sem veitt er leyfi fyrir því veita megi upplýsingar varðandi barnið í grunnskólann.  Átt er við gátlista, kannanir, einstaklings-námskrár o.þ.h.